FYRIRFRAMBOÐ

Hægt er að gera fyrirframboð í verkin. Fold uppboðshús ehf. getur annast boð fyrir þá sem þess óska. Vinsamlega fáið hjá okkur þar til gert eyðublað ef þið hafið áhuga.

BOÐIÐ Í GEGN UM SÍMA

Á hefðbundnum uppboðum er hægt er að bjóða í verkin símleiðis. Símar á uppboðsstað: 691 0400, 615 0400, 845 0450 og 551-0400. Uppboðshaldari ábyrgist ekki að hægt sé að svara öllum fyrirspurnum í síma.

HÆKKUN BOÐA

Ekki eru samþykkt boð undir eitt þúsund krónum. Að jafnaði er gert ráð fyrir að boð hækki um a.m.k. 10%. Uppboðshaldari áskilur sér rétt til að stýra hækkun boða á þann hátt sem hann telur réttan hverju sinni. Ennfremur að synja boðum sem ná ekki því lágmarki sem hann setur.

Vefuppboð


Týnt lykilorð (hvernig fæ ég nýtt)?

Til að vernda persónuupplýsingar um þig þá getum við ekki séð hvaða lykilorð þú hefur valið.

Ef þú ert í vandræðum með lykilorðið þitt getur þú fylgt þessum leiðbeiningum til að fá nýtt lykilorð í tölvupósti og síðan breytt því í þægilegt lykilorð sem auðvelt er að muna.

1. Smelltu á "Mínar síður" efst hægra megin. 

2. Smelltu á "Gleymt lykilorð" ofarlega hægra megin. 

3. Skrifadu netfangið þitt í reitinn merktan "Netfang:" og smella á "Staðfesta".

4. Smelltu á "Innskráning" í valmyndinni efst á síðunni. 

5. Athugaðu nú hvort þú hafir ekki fengið tölvupóst frá web@myndlist.is. 

6. Afritaðu nýja lykilorðið og athugaðu að það getur byrjað á og endað á undarlegum táknum. Best er að draga með músinni yfir allt nýja lykilorðið og afrita (Copy).

7. Farðu aftur inn á vefsíðuna sem þar sem þú varst áðan, innskráningarsíðuna.

8. Skrifaðu netfangið þitt í reitinn merktan "Netfang:".

9. Afritaðu nýja lykilorðið í reitinn merktan "Lykilorð:". Best er að setja músina yfir reitinn og hægrismella og velja svo "Líma" (Paste). Smelltu svo á "Staðfesta".

10. Smelltu á "Mínar síður" efst hægra megin.

11. Smelltu á "Breyta lykilorði" í valmyndinni vinstra megin. 

12. Afritaðu nýja lykilorðið í reitinn merktan "Lykilorð:". Best er að setja músina yfir reitinn og hægrismella og velja svo "Líma" (Paste).

13. Veldu þér þægilegra lykilorð sem þú átt auðvelt með að muna og skrifaðu það í reitinn merktan "Nýtt lykilorð" og aftur í reitinn merktan "Staðfesta nýtt lykilorð" og smelltu á "Breyta lykilorði". 

14. Þú ert nú innskráður á vefinn og hefur nú breytt lykilorðinu þínu.


Hvernig býð ég?

Skref 1. 
Þegar þú hefur fundið verk sem þig langar til að bjóða í velur þú það hámarksboð sem þú ert reiðubúin/n að bjóða. Síðan smellur þú á "Staðfesta"

Skref 2.
Til þess að halda áfram þarftu að skrá þig inn á vefinn.
Ef þú hefur ekki skráð þig áður þarftu að smella á "Nýskráning" og fylla út alla þá reiti sem merktir eru með * stjörnu.
Ef þú hefur skráð þig áður þarftu að skrá þig inn með netfangi og lykilorði.

Skref 3.
Þú þarft að staðfesta hámarksboðið sem þú valdir í skrefi 1.
Á þessari síðu kemur fram í hvaða verk þú ert að bjóða, hvert hámarksboðið þitt er auk þeirra gjalda sem á þau falla.
Til að halda áfram smellir þú á "Staðfesta".
Við hliðina á hnappnum "Staðfesta" sérð þú auðkennið (númerið) þitt á uppboðinu.

Skref 4.
Þú getur nú skoðað boðsöguna í verkið. Ef þú hátt ekki hæsta boð þá hefur einhver annar boðið sömu eða hærri upphæð en þú áður.

Skref 5.
Til að bjóða aftur velur þú nýtt hámarksboð og endurtekur ferlið.

Skref 6.
Ef þú býður þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.


Hvernig virka hámarksboðin?


Uppboðskerfi Foldar uppboðshúss tryggir að hamarshöggsverðið sé eins lágt og hægt er og fer ekki hærra en það hámarksboð sem þú tilgreinir.
Ef annað boð hefur komið í verkið þá getur þú ekki valið lægra hámarksboð.
Ef ekkert boð hefur komið í verkið þá getur þú ekki valið lægra hámarksboð en byrjunarverðið er. Veldu það hámarksboð sem þú vilt bjóða og smelltu á "Staðfesta".

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þjrár mínútur.