Almennt um Gallerí Fold og Fold uppboðshús

Listmunasala, uppboðshús og sýningarsalir

Gallerí Fold er leiðandi í sýningar- og uppboðshaldi á Íslandi. Galleríið var stofnað árið 1990 en hefur verið í eigu núverandi eigenda frá 1992. Árið 1994 flutti fyrirtækið starfsemi sína í eigið húsnæði að Rauðarárstíg 12 - 14 þar sem það hefur náð að vaxa og dafna. Galleríið er nú í 600 m2 húsnæði og hefur yfir 5 sýningarsölum að ráða en salirnir eru frá 30 – 110 m2. Að jafnaði býður Gallerí Fold verk um 60 íslenskra úrvalslistamanna. Auk þess tekur Fold uppboðshús verk í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beina sölu og á uppboð. Því er ávallt gott úrval fjölbreyttra verka á boðstólnum hjá okkur.

Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist

Listmunauppboð í hverjum mánuði

Fold uppboðshús stendur fyrir vefuppboðum í hverri viku og hefðbundnum uppboðum sem alla jafna eru vel sótt. Á hefðbundnum uppboðum eru boðin upp um eitt hundrað verk hverju sinni. Uppboðsskrá má nálgast hjá uppboðshúsinu eða á uppbod.is.

Sérfræðingar í verðmati

Fold uppboðshús tekur að sér að verðmeta verk fyrir einstaklinga, fyrirtæki, tryggingarfélög og stofnanir. Við búum yfir mikilli þekkingu á verðmati íslenskra listaverka en sérfræðingar fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu á þessu sviði eftir að hafa starfað við sölu og miðlun listaverka í áratugi. Til viðbótar þessari sérþekkingu hefur Fold uppboðshús yfir að ráða einstökum gagnagrunni um sölu á íslenskum listaverkum en í hann eru skráð öll verk sem boðin hafa verið upp á Íslandi frá 1985. Verðmat listverka hjá Fold uppboðshúsi er vandað ferli sem tryggir eigendum raunsætt mat á virði listaverkaeignar þeirra.

  • Fold uppboðshús ehf
  • Kt. 431199-2629 - vsk nr. 134732
  • Sími: 551-0400
  • Netfang: fold @ myndlist.is
  • Rauðarárstígur 12 - 14, 105 Reykjavík