Höfundaréttargjald (Droit de Suite)

Frá árinu 2006 hafa samevrópsk lög um höfundaréttargjöld verið í gildi á Íslandi.
Samkvæmt lögum nr. 117/2005 skal höfundaréttargjald leggjast ofan á söluverð allra listaverka sem seld eru á uppboðum eða við endursölu.

Höfundaréttargjaldið er stiglækkandi eftir söluverði listaverka og miðast við gengi evru á söludegi. Hámarksgjald nemur 12.500 evrum.

Gjaldtökuprósenta eftir söluverði:
  • 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum.
  • 5% af hluta söluverðs frá 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur.
  • 3% af hluta söluverðs frá 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur.
  • 1% af hluta söluverðs frá 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur.
  • 0,5% af hluta söluverðs frá 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur.
  • 0,25% af hluta söluverðs sem fer yfir 500.000 evrur.

Gjaldmiðill er íslenskar krónur samkvæmt sölugengi evru á söludegi.

Við sölu á listaverkum á uppboðum og við endursölu leggst höfundaréttargjald ofan á verð verkanna.
Þetta á við öll verk þar til höfundaréttur fellur niður, sem er 70 árum eftir andlát listamannsins. Höfundaréttargjald er ekki innheimt af verkum sem eru í frumsölu.

Á uppboðum bætist höfundaréttargjaldið ofan á slegið verð (hamarshögg) ásamt uppboðsgjaldi.

Samantekt:
  • Höfundaréttargjald er skylt skv. lögum nr. 117/2005.
  • Það reiknast í íslenskum krónum á grundvelli evru á söludegi.
  • Aldrei er greitt hærra höfundaréttargjald en sem samsvarar 12.500 evrum.