Gallerí Fold tekur listaverk í umboðssölu fyrir listamenn og einstaklinga.
Fyrir listamenn:
Gallerí Fold tekur listaverk í umboðssölu.
Þeir listamenn sem koma í samstarf við Gallerí Fold geta gengið að góðri ráðgjöf vísri. Starfsfólk gallerísins er með áralanga reynslu af sölu listaverka, reynslu sem það er tilbúið að miðla til listamanna. Þeir sem hafa áhuga á að koma verkum sínum á framfæri í galleríinu geta haft samband
við sýningarstjórann Iðunn Vignisdóttir í síma 551-0400, idunn @ myndlist.is.
Umboðssala fyrir einstaklinga og fyrirtæki:
Seljandi kemur verki til gallerísins þar sem það er boðið til sölu, annað hvort í beinni sölu eða á uppboði. Eftir að verk er selt þarf seljandi að greiða söluþóknun og virðisaukaskatt sem leggst á söluþóknunina sé verkið selt í beinni sölu (uppboð eru undanþegin virðisaukaskatti). Söluþóknun listaverka er eftir verðskrá Foldar uppboðshúss hverju sinni.
Ef þú vilt selja verk getur þú sent fyrirspurn til okkar í tölvupósti, fold @ myndlist.is