Jóhannes Geir Jónsson var fæddist árið 1927 á Sauðárkróki, lést 2003.
Jóhannes Geir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1946-48 og Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn 1948-49. Hann var meðal virtustu sagnamálara þjóðarinnar. Myndefnið sótti hann meðal annars í fornsögurnar og var hann afar vel að sér í þeim efnum. Jóhannes Geir lagði mikla áherslu á landslagið í myndverkum sínum. Löngum málaði hann frá heimaslóðum sínum í Skagafirði, en einnig var umhverfi höfuðborgarsvæðisins honum hugleikið. Það eru flestir sammála því að Jóhannes Geir hafi verið í fremstur í flokki við að mála hesta.
Jóhannes Geir hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í tugum samsýninga heima og erlendis. Verk hans prýða öll helstu listasöfn landsins, svo og einkasöfn ausan hafs og vestan.