Þrándur Þórarinsson (1978) stundaði nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands. Hann sótti einnig nám í Myndlistaskólann á Akureyri og í málaradeild Listaháskóla Íslands.
Þrándur hefur haldið fjórar einkasýningar. Þá fyrstu hélt hann í kaffibrennslu Ó. Johnsson & Kaaber við Sætún árið 2008 en 2009 hélt hann tvær sýningar. Annars vegar í yfirgefnu verslunarrými á Laugavegi 51 og hins vegar í Gallerí 101 við Hverfisgötu. Fjórða sýning hans hét Duttlungar og bar merki Capriccio stefnunnar sem iðkuð var á Ítalíu á 18. öld og snérist um að skálda inn í borgarlandslag arkitektúrískum fantasíum.
Þrándur málar í anda íslenskrar þjóðernisrómantíkur og leitar fanga í þjóðsögum og Íslendingasögum. Hann málar málverk í barokkstíl og sækir myndefni m.a. í Tyrkjaránið og ferðakvæðið Áfanga.