Stefán Boulter

Stefán Jóhann Boulter er fæddur í Reykjavík 1970. Hann stundaði nám við Al Collins Graphic Design School í Arizona 1991-2, Instituto d´Arte di Firenze – Lorenzo de Medici, Flórens 1994-5 og hjá prófessor Rose Shakinowski og Claire Gavronsky, Montagnana 1996-7. Þá hefur hann verið nemi hjá Odd Nerdrum í Noregi og á Íslandi. Stefán hefur haldið nokkrar sýningar hérlendis og erlendis.