Sigurjón Jóhannsson (1939)

50

Sigurjón Jóhannsson er fæddur á Siglufirði 1939. Útskrifaðist frá MR1959 og lagði stund á myndlist og arkitektúr á Ítalíu. Var við nám við handíða-og myndlistaskólann og Myndlistaskólann við Freyjugötu. Fór námsferð til Londonog dvaldi þar fram til 1964.

Hann var einn afstofnendum SÚM hópsins sem opnaði sýnar fyrstu sýningar í Ásmundarsal og áMokkakaffi 1965. Fór að vinna með frjálsum leikhópum og gerði sína fyrstuleikmynd 1967.

Frá 1968 dvaldihann nokkur ár í Kaupmannahöfn og lagði stund á leikmynda- og búningahönnun semhann starfaði lengstaf við.

Fyrstuleikmyndina gerir Sigurjón við Þjóðleikhúsið 1972 og var fastráðinn 1974 Þarhefur hann gert fjölmargar leikmyndir og hannað búninga við verk eins og t. d.:Jón Arason, Kaupmann í Feneyjum, Góðu sálina í Sesuan, Niflúngahringinn o. fl. Aukþess hefur hann unnið fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar,Íslensku Óperuna og Íslenska Dansflokkinn o. fl.

Auk þess að eigaað baki yfir eitt hundrað leikmyndir auk nokkurra kvikmynda, hefur Sigurjónstundað sína myndlist og haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningumbæði hér heima og erlendis.

Myndefni sitt sækirhann aðalega til æsku og unglingsára sinna á Siglufirði, fyrir  lok síldarævintýrsins, þessa makalausatíma, þegar menn í sátt og samlyndi lifðu og hrærðust á einni hugsun og einnumásetningi um að bjarga verðmætum og efla þjóðarhag, landinu, bænum og þeimsjálfum til hagsbóta. Að vakna upp við þessa heimsmynd verður aldrei frá mannitekið.

Þetta er ekkihægt að útskýra, því að enginn veit hvað síldarævintýri er nema hafa tekið þáttí því.

Ævintýrið vareins konar styttri leið að lífinu, þar sem aðrar reglur giltu. Mönnum fanstþeir frjálsir í heljarviðjum þrældóms sem vart átti sér hliðstæðu en gaf þófyrirheit um betri heim og bjartari framtíð sem ég leyfi mér að lýsa meðsvipmyndum frá langþráðum lautarferðum á góðviðrisdögum í

faðmi landsins; íparadís.

Verk hans eru meðalannars í eigu eftirtalinna: Listasafns Íslands. Listasafns Reykjavíkur.Listasafns ASÍ. Hafrannsóknarstofnunr. Íslandsbankia o. fl.

Hann hefur tvívegishlotið Grímuna,

leiklistarverðlaunLeiklistarsambands Íslands, fyrir leikmynd ársins 2003 og heiðursverðlaun fyrirunnin störf 2012.