Lína Rut er fædd á Ísafirði 1966. Hún útskrifaðist úr Myndlistar og Handíðaskóla Íslands 1994, lærði listförðun í París og tók námskeið í pappaskúlptur á Ítalíu. Undanfarin ár hefur Lína búið í Luxemburg, með eiginmanni og tveim sonum, en hún á einnig tvær uppkomnar stúlkur.
Á sínum yngri árum átti hún vel heppnaðan fyrirsætuferil en fyrirsætustörfin heilluðu hinsvegar ekki Línu Rut og eftir nám í listförðun í París kom hún til íslands og starfrækti hún förðunarskóla, þann fyrsta sinnar tegundar ásamt því að farða „free lance“ m.a fyrir Samútgáfuna.
Síðan snéri hún sér alfarið að myndlistinni enda ástríðufullur listamaður. Lína Rut hefur málað og unnið að skúlptúrum sem hafa notið mikilla vinsælda, hún hefur tekið þátt í samsýningum og verið með einkasýningar sem hlotið hafa góðar viðtökur. Það er Happy Face fígúran sem prýðir JS úrið sem Lína Rut skreytti.
HLUTVERK OG TILGANGUR HAPPY-FACE ?
Hver er Happy Face? Mig langaði að búa til fígúru sem gæti glatt augað og vakið eftirtekt. Bros fígúrunnar gæti minnt okkur á glöðu andlit barnanna og foreldra þeirra sem hafa notið góðs af Happy Face verkefninu. Hlutverk Happy-face er að gleðja, koma brosi á vör þeirra sem sjá og umgangast Happy-face og að Happy-face vörurnar nái að safna fjármunum til styrktar fötluðum, langveikum börnum og foreldrum þeirra á Íslandi. Ég mun kappkosta að hanna og framleiða fallegar og nýtanlegar vörur þannig að kaupandinn styrki gott málefni um leið og hann eignast fallega og eða skemmtilega vöru.
Ég vona að Happy-face eigi eftir að vaxa og dafna og eigi eftir að finna sér marga samstarfsaðila í framtíðinni. Ég hef einnig verið að vinna að verkefni fyrir Kraft, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Lína Rut er einnig með Facebook síðu í kringum Happy Face og þar fást frekari upplýsingar.
English:
Line Ruth was born in 1966 in Isafjordur. She graduated from the Art and Crafts school of Iceland in 1994, she studied art makeup in Paris and took courses in cardboard sculpture in Italy.
In recent years Lína Rut has lived in Luxemburg, with her husband and two sons, but she also has two grown girls. During her younger years, she was a successful model but she was always more interested in art and after training in the art of makeup in Paris, she came to Iceland and opened a makeup school, the first of its kind in Iceland. But soon she turned exclusively to the art as a passionate artist.
Lína Rut has now been a successful and popular artist in Iceland for many years, she has participated in group exhibitions and had solo exhibitions that have been well received. It is the Happy Face figure that Lína Rut has Decorated the JS Watch with.
ROLE AND PURPOSE OF HAPPY-FACE?
What is Happy Face? I wanted to create a character that would please the eye and attract attention. The smile of the character reminds us of the joyful faces of the children and their parents who have benefited from the Happy Face project. Happy Face was created to collect funds to support the disabled, chronically ill children and their parents in Iceland.
The newest project I have been working on is with Kraftur, which is a charity organization for young people who have been diagnosed with cancer and their families.