Ástríður Jósefína Ólafsdóttir lærði myndlist í Bologna á Ítalíu. Hún útskrifaðist árið 2016 frá Accademia di Belle Arti di Bologna, með meistaragráðu í sjónlistum. Á námsárunum sýndi hún víða í Bologna m.a. í Museo civico Medievale.
Fyrsta einkasýning hennar á Íslandi var sumarið 2021 í Húsi Máls og menningar í Reykjavík og sumarið 2022 sýndi hún í Núllið gallerí í Bankastræti og í Gallerí Fold í október sama ár.