Ljósmyndarinn Sigrún Björk Einarsdóttir útskrifaðist frá ljósmyndadeild Tækniskólans í Reykjavík árið 2009 og lauk sveinsprófi í ljósmyndun árið 2010. Auk þess stundaði hún nám í margmiðlunarfræðum í Viborg í Danmörku og við Margmiðlunarskólann í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist sem margmiðlunarfræðingur árið 2007. Hún hefur rekið ljósmyndastofuna Stúdíó Mynd s.l. fimm ár. Sigrún Björk hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með ýmsum ljósmyndurum í gegnum árin og haldið eina einkasýningu í Gallerí Fold