Þorgrímur Andri Einarsson

Þorgrímur Andri fæddist í Reykjavík árið 1980. Hann lærði hljóðhönnun í School of Audio Engineering í London og útskrifaðist frá Konunglega tónlistarháskólanum í Den Haag í Hollandi með BA gráðu í tónlist. Síðan þá hefur hann í auknum mæli einbeitt sér að myndlist. Í verkum sínum kannar Þorgrímur spennandi hugmyndir þar sem raunsæi og hið afstæða mætast. Hann reynir að fanga viðfangsefnið sitt eins einlægt og hann getur og að túlka áhrifin sem það hefur á hann.

 

Menntun:

2012: Sex mánaða netnámskeið hjá Virtual Art Academy í myndlist.

2011: Fimm vikna námskeið hjá landslagsmálaranum Ken Bushe í Skotlandi.

2006 - 2010: BA gráða í tónsmíðum (sonology) frá Royal Conservatory í Haag.
2004 - 2005: Diploma nám í hljóðvinnslu frá School of Audio Engineering í London.

1997 - 1999: Fjölbrautarskólinn Breiðholti. Félagsfræðibraut.

Valdar sýningar:

2014 Einkasýning - Gallerí Art 67, Reykjavík.

2013 Samsýning - Safnahúsið Ísafirði.

2013 Samsýning - Westfjord Art Festival, Ísafirði.


2012 Samsýning - Popup sýning, Höfðatorgi, Reykjavík.

2012 Samsýning - Westfjord Art Festival, Ísafirði.

2011 Samsýning - Sanítas verksmiðjan, Reykjavík.

 

Valin tónverk:

2014: Vesturfarar, tónlist fyrir heimildarþætti um vestur íslendinga eftir Egil Helgason. Sýndir á RÚV.


2013: Eina með öllu, tónlist fyrir dansverk eftir Hlín Diego Hjálmarsdóttur. Frumsýnt í Óperunni í Gautaborg.

2013: Á, tónlist fyrir dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur. Frumsýnt í Norðurpólnum í Reykjavík.

2012: A normal life, tónlist fyrir danska heimildarmynd í samstarfi við Dag Kára Pétursson.

2011: Gyrðir, tónlist fyrir heimildarmynd um Gyrði Elíasson eftir Ragnheiði Thorsteinsson. Sýnd á RÚV. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna.

2010: Eyjaskegg, tónlist fyrir dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur. Sýnt í Brimhúsinu í Reykjavík. Verkið vann til sviðslistarverðlauna Grímunnar.