Odee

Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða listsköpun.

Odee vinnur mest með svokallaða digital fusion eða visual mashup list,  sem hann kallar samrunalist. Þar blandar hann saman efni úr vinsælli menningu til þess að skapa ný sjálfstæð listaverk.

Áður en hann hóf ferilinn sem listamaður stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun.

Odee lætur bræða listaverk sín í álplötur, sem er gert fyrir hann í New York. Þá er blekið brætt inn í álplötuna og svo húðað yfir með gloss filmu. Sjá nánar hér.

Tjáningarfrelsi listamannsins er Odee mjög hugleikið, þá sérstaklega ofar höfundarrétti, og hefur hann látið taka til sín í þeim málefnum opinberlega oftar en einusinni.

Listamaðurinn hefur stutt hin ýmsu góðgerðarmál eins og til dæmis Geðdeild 33C, Stuðla, Vinakot, Ásheima á Egilsstöðum og fleiri verðug málefni.

Listsköpunin fer fram á vinnustofu Odee í Ásbyrgi á Eskifirði þar sem Odee býr með unnustu sinni og tveim sonum.

English

I was born and grew up in Reykjavík, Iceland, before moving to Eskifjörður, which is on the east coast of Iceland, where I started my career as an artist in 2012. Before that I studied business, marketing and management, at the University of Iceland.

Inspired to become an artist I started creating and selling art online through a small Facebook page. In a short amount of time I had sold so many pieced that I decided to quit school to pursue my new passion. I was then accepted to one of the most respected galleries and auction houses in Iceland, Gallerí Fold.

I have been creating, exhibiting and selling my work ever since.

My work in influenced by popular media, materialism, collage and the pop art movement. I have strong feelings towards freedom of expression against copyright. I work digitally and infuse my art into aluminum.

I am currently living and working in Eskifjörður.

Contact me for more info – odee@odee.is