Garðar Pétursson (1958)

Garðar Pétursson fæddist 12. ágúst 1958 í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð en fluttist fljótlega með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar. Hann brautskráðist sem stúdent úr máladeild Flensborgarskóla og síðan úr auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 þar sem áhuginn vaknaði meðal annars á meðferð vatnslita. Frá námslokum hefur Garðar starfað sem grafískur hönnuður og er nú hjá Janúar markaðshúsi. Sýningar: Gallerí Airport 1979. Einkasýning. Blönduð tækni. Samsýning ungra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum 1983. Olíulitir. Samsýning Hafnfirskra listamanna í Flensborgarskóla 1983. Akrýl. Verslun Kristjáns Siggeirssonar 1984. Einkasýning. Akrýl. Gallerí Fold 2000. Einkasýning. Vatnslitir. Djúpavík á Ströndum 2001. Einkasýning. Vatnslitir. Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði 2002. Einkasýning. Vatnslitir. Bryggjuhátíð í Kópavogi 2006. Vatnslitir. Oddfellowheimilið að Staðarbergi í Hafnarfirði 2006-2007. Vatnslitir. Oddfellowheimilið að Staðarbergi í Hafnarfirði 2013. Airbrush.

Garðar Pétursson fæddist 12. ágúst 1958 í Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð en fluttist fljótlega með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar. Hann brautskráðist sem stúdent úr máladeild Flensborgarskóla og síðan úr auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982 þar sem áhuginn vaknaði meðal annars á meðferð vatnslita. Frá námslokum hefur Garðar starfað sem grafískur hönnuður og er nú hjá Janúar markaðshúsi.

 

Sýningar:

Gallerí Airport 1979. Einkasýning. Blönduð tækni.

Samsýning ungra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum 1983. Olíulitir.

Samsýning Hafnfirskra listamanna í Flensborgarskóla 1983. Akrýl.

Verslun Kristjáns Siggeirssonar 1984. Einkasýning. Akrýl.

Gallerí Fold 2000. Einkasýning. Vatnslitir.

Djúpavík á Ströndum 2001. Einkasýning. Vatnslitir.

Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði 2002. Einkasýning. Vatnslitir.

Bryggjuhátíð í Kópavogi 2006. Vatnslitir.

Oddfellowheimilið að Staðarbergi í Hafnarfirði 2006-2007. Vatnslitir.

Oddfellowheimilið að Staðarbergi í Hafnarfirði 2013. Airbrush.