Unnur Ýrr Helgadóttir

Unnur Ýrr lauk B.A. námi frá Listaháskóla Íslands árið 2005. Þá hefur hún lokið víðtæku listanámi bæði frá listaskólum í Bandaríkjunum sem og hér heima. Unnur er grafískur hönnuður og hefur starfað á auglýsingastofum hér á landi og í Svíþjóð. Undanfarið ár hefur hún helgað sig ástríðu sinni fyrir málverkinu. Þessi tvö ólíku svið renna saman í verkum hennar, styðja hvort annað, takast á og veita gagnkvæman innblástur sem er veitt útrás með blandaðri tækni.