Kristján Eldjárn

Kristján stundaði verkfræðinám í Bandaríkjunum og samhliða því ljósmyndanám. Allt frá því hann var í Menntaskólanum á Akureyri hefur hann unnið að myndlist, meðal annars undir leiðsögn Guðmundar Ármanns listmálara og myndlistarkennara auk fleiri þekktra íslenskra myndlistarmanna. Síðustu árin hefur málverkið verið honum æ hugleiknara og á sýningunni nú eru ný málverk máluð á þessu ári og í fyrra.

Kristján hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, meðal annars í Kaupmannahöfn og Moskvu.