Elísabet Ásberg

Elísabet Ásberg hóf hönnun og smíði skartgripa fyrir í tískuverslanir bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum árið 1990. Árið 1999 hóf Elísabet að hanna veggverk sem voru að mestu leyti gerð úr silfri (auk annarra málma). Þau voru fyrst kynnt á Íslandi hjá Handverk og hönnun við mjög góðar undirtektir á einkasýningu í desember 1999. Í kjölfarið hafa verk hennar verið sýnd í sýningarsölum bæði í Bandarkjunum, Noregi, Danmörku og í London. Undanfarin ár hefur Elísabet unnið að röð verka sem kallast “Flæði” þar sem hún túlkar ýmist rennandi vatn eða það öldurót sem hönnun hennar framkallar, en verk hennar þykja mjög áhrifamikil og lifandi. Auk stærri veggverka, hefur Elísabet hannað minni verk fyrir heimilið. Hönnun hennar á borðmottulínu sem ber heitið “Elegance Home Collection” var kynnt á Giftex í Japan árið 2006 á vegum Útfluttningsráðs.