Sigurður Kristjánsson (1897-2001)

Sigurður Kristjánsson, húsgagnasmiður og listmálari, fæddist í Miðhúsum í Garði 14. febrúar 1897.

Sigurður flutti tveggja ára með foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem hann ólst upp. Hann fór til Kaupmannahafnar 1918 og lærði þar teikningu og húsgagnasmíði. Að námi loknu vann Sigurður við iðngrein sína í Danmörku og Svíþjóð í sjö ár. Hann var síðan í siglingum víða um heim í fjögur ár, með nokkurra mánaða dvöl í Suður-Ameríku og á Ítalíu. Eftir heimkomuna vann Sigurður í mörg ár á smíðavinnustofu Reykjavíkurbæjar, svo og á sinni eigin vinnustofu þar sem hann stundaði listmunaviðgerðir, bæði fyrir söfn og almenning.

Sigurður stundaði jafnframt listmálun um áratuga skeið. Fyrsta málverkasýning hans var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins sumarið 1961 en síðan þá hafa verið haldnar margar sýningar á verkum hans.