Þorri Hringsson

Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík árið 1966 en er ættaður úr Haga í Aðaldal í Þingeyjarsýslu.

Þorri Hringsson útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og frá Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi 1991. Þorri hefur kennt við Myndlistarskóla Reykjavíkur frá árinu 1992 en að auki hefur hann lagt stund á blaðamennsku og myndasögugerð og hann var meðal annars í ritstjórn myndasögutímaritsins GISP.

 

Hann hefur tekið þátt í ríflega 40 samsýningum og haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi og erlendis.