Hjalti Parelius (1979)

English version below


Hjalti Parelius er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar við Danmarks Designskole.
 
Hjalti hefur unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralistina. Þetta er fimmta einkasýning Hjalta og í annað sinn sem hann sýnir í Gallerí Fold.
 
Um verk sín segir Hjalti að hann líti á sig sem pistlahöfund sem málar. Umfjöllunarefnið er oft fréttir líðandi stundar og önnur mál sem hann vill segja álit sitt á. Það álit sé ekki endilega hið eina rétta, satt eða óhlutdrægt. Verk Hjalta hafa þróast frá því að vera einskonar yfirlýsing yfir í að vera sögur líðandi stundar. "Ég fæ innblástur frá mörgum og þar er Erró efstur á lista ásamt Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Öyvind Fahlström og fleiri popp listamönnum ásamt því að leita að innblæstri í mínu eigin samfélagi".
Hjalti Parelius was born in 1979, Reykjavik Iceland.

 

He studied graphic design at the Danish Design school 2000-2003.

 

"I was never going to be an artist. Things just turned out that way." Hjalti painted allot few years back but mainly as a pure hobby.

 

It wasn't until he lost his job as a designer when the financial system in Iceland collapsed that he wandered into his correct path. With the need of a goal to keep his mind occupied, he started painting again.

 

The goal was a gallery display in the same year, which he achieved and sold nearly all his works. Today Hjalti Parelius has proved him self as an exiting new flavor in the Icelandic and European Art scene.

 

With a waiting line for commissioned works and Gallery shows opening in Gallery Fold along with shows in cafes its safe to say that Hjalti´s artwork has gotten great approval from his viewers.