Home
Past exhibitions
Contact us
News
Info for Artists
Log in
About us
My pages
Gallerí Fold
Um Galleríið
Rauðarárstíg 12-14
105 Reykjavík
Tel.(354)551-0400
Fax(354)551-0660
fold@myndlist.is
Opnunartími
Starfsfólk og netföng
Kort
Erró sölusýning
Á Menningarnótt Reykjavíkur, laugardaginn 20. ágúst, kl. 13 opnar sölusýning á tíu málverkum eftir Erró.
Verkin eru öll máluð á árunum 1975 til 1988 og hafa verið í einkaeigu síðan. Málverk eftir Erró koma sjaldan í sölu og einstakt að svo mörg séu boðin til sölu á sama tíma. Listaverk hans hafa á síðustu árum selst fyrir háar fjárhæðir víða um heim. Verkið "Comicscape" seldist t.d. fyrir um það bil 65 milljónir króna árið 2007 og verkið "Lovescape" fyrir rúmar 36 milljónir árið 2008.
Erró er fæddur 1932 og útskrifaðist frá Handíða- og myndlistarskóla Reykjavíkur árið 1952. Eftir það fór hann í nám erlendis og settist að í París þar sem hann hefur unnið sér sess sem einn helsti listamaður borgarinnar. Hann er tvímælalaust einn þekktasti listmaður íslensku þjóðarinnar og hefur verið einn af forvígismönnum popplistarinnar eða evrópska frásagnarmálverksins. Haustið 2010 var Erró sæmdur æðsta heiðursmerki Frakklands, Riddaraorðu frönsku heiðursfylkingarinnar fyrir framlag til franskra lista og menningar. Sýningin stendur til 28. ágúst.
Share
Share
Tweet
Join our mailing list